Við erum sérhæfð lögmannsstofa sem sinnir einkum verkefnum á sviði skattaréttar og tengdum sviðum. Í sífellt flóknara viðskiptaumhverfi hefur þörfin fyrir sérfræðiráðgjöf á sviði skattaréttar stóraukist. Við leggjum metnað okkar í að veita fyrirtækjum og fjárfestum framúrskarandi ráðgjöf sem m.a. felst í því að starfa náið með öðrum ráðgjöfum, s.s. lögmönnum og endurskoðendum.

Hjá okkur starfa eftirfarandi lögmenn:

Páll Jóhannesson, lögmaður

pall@skr.is

Linkedin

Páll hefur meistarapróf í lögum frá Háskóla Íslands og málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Páll hefur á síðastliðnum árum starfað sem eigandi á alþjóðlegri endurskoðunarfyrirtæki og lögmannstofu á sviði skattaráðgjafar og hagsmunagæslu. Þá hefur hann starfað sem einn af yfirmönnum skattamála á alþjóðasviði fjármálafyrirtækis. Auk þess hefur Páll haft umsjón með kennslu skattaréttar og alþjóðlegs skattaréttar hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Þórunn Ólafsdóttir, lögmaður

thorunn@skr.is

Linkedin

Þórunn hefur meistarapróf í lögum frá Háskólanum í Reykjavík og málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Þórunn hefur á síðastliðnum árum starfað sem sérfræðingur á lögmannsstofu á sviði skattaréttar og sem sérfræðingur hjá endurskoðunarfyrirtæki. Þórunn hefur að auki haft með höndum kennslu, s.s. í skattarétti.